[ Valmynd ]

það hljómar

Birt 20. maí 2008

ótrúlega en er engu að síður satt að býfluga kastaði í mig trékind í gærkvöldi. Ég sat í makindum mínum í sófanum en flugan var hins vegar að bardúsa hljóðlega á gluggapósti fyrir aftan mig án þess ég tæki eftir henni. Allt í einu flaug ein af þremur trékindum, sem hafa staðið lengi á gluggapóstinum í bakið á mér. Þegar ég leit upp sá ég að önnur kind hafði líka hreyfst töluvert úr stað en fluguskömminn hélt hins vegar áfram að djöflast á bak við þessar tvær sem eftir stóðu. Líklega er þetta einsdæmi…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.