[ Valmynd ]

það er nú eiginlega

Birt 22. maí 2008

hortensian.gifof mikið líf hérna í húsinu, í það minnsta skordýralíf. Hunangsfluga grýtti mig fyrir örfáum dögum og geitungur stakk Örn í vísifingurinn á meðan This is my life hljómaði úr sjónvarpinu. Fingurinn stokkbólgnaði og barnið hágrét af vanlíðan. Geitungurinn var að sniglast í kringum hortensíu sem ég er nýbúin að setja í gluggann og drengurinn hefur viljað skoða hann vel.  

Báðir fóru ansi illa út úr þeirri skoðunaráráttu,  geitungurinn þó sýnu verr því hann var laminn til bana með Europrísbæklingi…

Þar fyrir utan liggja sjálfdauðir geitungar í gluggakistum og á gólfinu og sama á við um hunangsflugur.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.