[ Valmynd ]

það er nú aldeilis

Birt 22. júní 2008

meiri lifandi lukkan sem felst í því að geta farið upp í sveit og setið með börnum og gamalmennum og öllu þar á milli í blíðunni og borðað og spjallað. Eða legið á rósóttu teppi með mömmu sinni og hlaupið svo í skjól í hjólhýsi þegar smáskúr steypist yfir. Ég hef aldrei búið til grill fyrr en það var svo auðvelt að ég skil ekki að ég skuli ekki vera löngu búin að uppgötva þá einföldu iðju. Börnin máluðu myndir af fjallinu og 5 ára frændi minn sem vildi fá að eiga grænan stein sem ég fann málaði hann heiðgrænan til að betrumbæta sköpunarverkið.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Katla:

    Ótrúleg endemis fegurð. Takk fyrir okkur.

    30. júní 2008 kl. 13.41