[ Valmynd ]

það kemur fyrir

Birt 4. júlí 2008

fingurbjargarblom.gifað ég lendi á óskastund. Yfirleitt rætast helst smálegar óskir einhverra hluta vegna og ég hugsa  stundum að mikið væri nú gott ef ég hefði verið að óska mér einhvers merkilegs frekar. Tvær óskir hafa ræst núna nýlega báðar frekar smáar en samt merkilegar. Ég var varla búin að sleppa þeirri hugsun að ég sæi eftir næturfjólunum, sem hurfu frá mér fyrir ca. 18 árum þegar við byrjuðum að koma garðinum í stand, þegar ég tek eftir hávöxnu “illgresi” sem er að vaxa við dúnylli í einu horninu. Við nánari skoðun sá ég að þetta er nætufjóla!!! Núna blómstrar hún fallegum fjólubleikum blómum og ég er búin að ákveða hvert ég ætla að flytja hana í haust.

Hin óskin sem ég sá í morgun að hefur ræst snýr líka að blómum. Fyrir nokkrum árum gaf nágrannakona mín mér tvö fingurbjargarblóm sem blómstruðu fallega í eitt ár. Næsta sumar á eftir voru þau eyðilögð fyrir mér og blómstruðu ekki meir og svæðið sem þau voru á er varla til lengur. Ég hef oft óskað þess að ég ég ætti þau enn þá en ekkert gert til þess. í byrjun júni  tók söknuðurinn sig verulega upp þegar ég sá mörg fingurbjargarblóm í görðum í Edinborg. Í morgun þegar ég fer út í garð eftir soldið hlé vegna utanferða eru tvö blómstrandi fingurbjargarblóm sitt hvoru megin við dornrósina mína!! Ég var búin að sjá þetta stórblaða “illgresi” öðrumegin við hana en ákvað að leyfa því að vera því mér fannst það líkjast blöðum fingurbjargarblóms en datt ekki í hug að ég hefði rétt fyrir mér, en óskaði þess. Nú er bara að rifja upp hvað þarf að gera til að viðhaldda því. Mig minnir að það sé bara tvíært og það þurfi að gera eitthvað til að fá blóm í fleiri en tvö ár.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.