[ Valmynd ]

dvöl á barðaströnd

Birt 23. júlí 2008

með viðkomu í borgarfirði og flatey er liðin. ýmislegt var heldur endasleppt í ferðinni, en samt var hún vel heppnuð svona heilt yfir. það var gaman að hitta fólk í flatey sem maður hefur ekki hitt í nokkur ár, þau hafa búið í eynni í 50 ár og lifa á því sem hún og sjórinn gefur. að mínu mati eru þau það sem er orginal á eynni. þó gömlu húsin í þorpinu séu fallega uppgerð og pakkhúsin og samkomuhúsið orðin að hóteli og veitingahúsi þá virkar það soldið á mig eins og leikmynd, ræturnar vantar einhvernveginn… 

geirthjofsfjordur.gifdramd mitt kom í veg fyrir að ég kæmist í hergilsey, óöryggi gerði það að verkum að ég fór ekki nema hálfa leið niður í geirþjófsfjörð og vegna heilsuleysis sleppti ég 8 tíma göngu frá breiðuvík yfir í sauðlauksdal. 

ég sá uglu í fyrsta skipti í ferðinni, keyrði  undir fjallshlíð þar sem hætta var á grjóthruni á örmjóum vegi, lék mér heilan dag með systrabörnum mínum, hlustaði á glefsur úr gíslasögu úti í guðsgrænni nattúrunni og fór þrisvar í ferjuna baldur á 4 dögum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.