[ Valmynd ]

mér finnst mikil vanræksla

Birt 9. ágúst 2008

 felast í því þegar forráðamenn  gleyma   að næra og styðja sína skjólstæðinga en anda léttar þegar fram kemur í hálfsársuppgjöri  fyrirtækja vina þeirra  að enn sé gróði  þar. Gróði sem vinirnir öðluðust  í skjóli forráðamannanna sem  breyttu leikreglunum svo vinir þeirra  gætu tekið stærri  áhættur og grætt eða tapað meiru en áður þekkist.

Að auki er gróði vinanna  að hluta til fenginn með því að nýta sér trúgirni og traust skjólstæðinganna  sem forráðamennirnir voru valdir til að  gæta hagsmuna fyrir.  Orð forráðamannanna og athafnir  gáfu skjólstæðingum þeirra til kynna að þessum vinum væri hægt að treysta.  Foráðamenninrnir hófu hæfileika þeirra til skýjanna  og allir þeir sem gagnrýndu aðferðir þeirra voru annað hvort öfundsjúkir eða illa upplýstir.  

Forráðmenn eiga að mínu mati fyrst og fremst að styðja við skjóstæðinga sína. Þeir eiga að vera fyrirmyndir og þeir þurfa að hafa til að bera styrk og myndugleika og sýna með gjörðum sínum og orðum að þeir geti borið þá miklu ábyrgð sem þeim er falin. Í stað þess að etja skjólstæðingum sínum út í ófæruna í einhverju uppsveiflubjartsýniskasti eiga þeir að hafa vit til að benda  skjólstæðingum sínum   á að betri er krókur en kelda.

Ef þeir ráða ekki við að skapa öryggi fyrir sína skjólstæðinga er þeim ekki treystandi til að gæta hagsmuna annarra, þeir eiga bara að vera í eiginhagsmunapoti fyrir sig og sína og eftirláta öðrum forræði yfir hagsmunum fjöldans.

Það að benda á að allt sé öðrum að kenna er ekki stórmannlegt og alvöru leiðtogar gera það ekki. Þeir axla ábyrgð á því sem miður fer og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að skjólstæðingar þeirra verði ekki fyrir skakkaföllum. Alvöru leiðtoga bíða heldur ekki eftir því að aðgerðir annarra lagi þann vanda sem þeir hafa komið sér í…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.