[ Valmynd ]

í vikunni sem

Birt 23. ágúst 2008

er að líða sá ég örn á sveimi og stuttu síðar kind með lamb á flæðiskeri. Þegar ég hafði keyrt fram hjá þessu hvorutveggja velti ég fyrir mér hvort ég samsamaði mig heldur með erninum eða rollunni. Mér til armæðu held ég að ég eigi fátt sameiginlegt með erninum, ég er lítið fyrir að sveima um í leit að bráð, sjón mín er léleg og klærnar ekki beittar. Ég skil alveg þá tilfinningu að komast ekki áfram og standa fastur þar sem maður er. Rándýrseðlið vantar í mig hangs og jórtur rollunnar á betur við. Reyndar  á ég þó það sameigninlegt með erninum að hjarðeðli einkennir mig ekki, ég hef eiginlega óbeit á því.

Ætli ég sú eina sem veltir fyrir sér að kannski voru Spánverjar lélegri en ella vegna ríkjandi þjóðarsorgar á Spáni?

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.