[ Valmynd ]

í gær varð

Birt 13. september 2008

yngsti sonur minn tvítugur. Hann á ansi hreint góða vini sem gerðu honum daginn eftirminnilegan, bökuðu og elduðu og fóru svo með hann í ævintýraferð seinnipart dags á mótorkrosshjóli fram eftir kvöldi og enduðu í sumarbústað. Ferðin á mótorkrosshjólinu varð ansi erfið, bilað hjól sem þurfti að teyma í nokkra tíma til að koma því að bílnum aftur.  Það var ansi hreint kvekkt og lúið afmælisbarn sem hringdi heim í gærkvöldi.

Í hádeginu í dag borðar stórfjölskyldan saman í tilefni tímamótanna og ég vona að drengurinn skili sér í bæinn og heim á undan gestunum. 

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.