[ Valmynd ]

hef ekki treyst

Birt 18. september 2008

mér til að hjóla í vinnuna í þessari viku vegna roks. Tek strætó í staðinn, þar er skemmtilegt mannlíf. Þoskaheftur maður benti mér í gær á að ég þyrfti að taka til í buddunni minni og gömul kona aumkaðist yfir mig þar sem ég fann ekki strætókortið mitt í öllu kvittana ruslinu og gaf mér skiptimiða. Í pakkfullum vagni í dag voru margir menntskælingar en líka töluverður hópur af gömlu fólki sem ég held að hljóti að hafi verið á leið heim úr einhvers konar dagvist, allir kvöddu alla og þökkuðu fyrir daginn þegar þeir fóru út.

Svo tók ég svo eftir því í fyrradag að það vex iðagrænn mosi á þakinu á dökkgrænu glerstrætóskýli á Nesveginum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.