það kemur fyrir
Birt 22. september 2008
að mér finnst lífið of dýrmætt til að eyða því í vitleysu. Hvað er vitleysa og hvað ekki er samt ekki alltaf alveg ljóst fyrir mér. En það að gera leiðinlega hluti af skyldurækni einni saman getur ekki verið gáfulegt. En þarf allt að vera gáfulegt sem maður gerir? Nei varla, en skemmtilegt? Tja, alla vega áhugavert að einhverju leyti finnst mér og það skemmir ekki fyrir ef það gleður mann í leiðinni.
Næsta þurran dag ætla ég að setja niður haustlauka…
Flokkun: Óflokkað.