[ Valmynd ]

enginn veit þó

Birt 7. október 2008

hvað þá verður, allir er´um slíkt að spá.

Fuglasöngur, sólarglenna og þytur í laufi einkenna þennan morgun í mínu lífi.
Svo er líklega a.m.k. einu hneykslunarefninu færra hjá  mér sem hlýtur að vera gott fyrir heilsu mína.  En það er svo sem ekki álitlegt þegar raunin reynist vera sú að verstu svartagallsrausararnir reynast aðeins hafa verið raunsæir.

Ég mun reyna að vera ábyrg eins og til er ætlast og leggjast á árarnar með öllum hinum. Ég er samt ekki alveg viss í hverju sú ábyrgð þarf að felast svo ég leggi nú örugglega það rétta af mörkum  en geri ekki bara illt verra.  Það gerir manni erfitt um vik að vita ekki hvaða byrðar þetta eru eiginlega sem maður þarf að bera fyrir tilstilli mistaka stjórnmála- og bankamanna. Ég fyllist vissri andstöðuþrjóskuröskun og er því skapi næst að neita að taka við þeim þegar þar að kemur.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.