[ Valmynd ]

Esjan er falleg

Birt 15. október 2008

í stálgrárri birtu síðdegisins. Snjór niður í miðjar hlíðar og fullt tungl  hallar undir flatt á fölgrábláum himni. Það er stilla en  köld lykt af vetri í loftinu.

Sjálf var ég annað hvort ábyrg eða óábyrg í dag, allt eftir því hvernig litið er á það. Ég keypti mér bók, lyf og flík.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Tína:

  Já. Ég verð að viðurkenna að ég sakna þess dálítið að sjá ekki Esjuna út um eldhúsgluggann. Ég er nefnilega oft annars hugar þegar ég kem heim að ég gleymi að kíkja eftir henni. Ég stefni að því að reyna að bæta úr því.
  kv.
  Tina

  15. október 2008 kl. 23.11
 2. Ummæli eftir ek:

  æ þa’ er gott að hafa eitthvað stabílt en síbreytilegt fyrir augunum.

  16. október 2008 kl. 7.50