[ Valmynd ]

það var helgi

Birt 17. október 2008

171008.giffyrir örstuttu síðan og önnur er að byrja. Þær verðar keimlíkar, lærdómur, lærdómur, lærdómur. Vonandi meiri skilningur þessa helgi en þá síðustu og minni frústrasjónir.

Til að drukkna ekki í sjálfsvorkun og formúludrasli verð ég að fara eitthvað út og lyfta mér upp.

Í dag var notalegt að sitja með vinkonu sinni á veitingahúsi  í erli hádegisins.  Góður matur skemmdi ekki fyrir. Það var svo mikil örtröð á staðnum að eina leðin til að fá stæði var að leggja í miðjum drullupolli og vaða til og frá bílnum. Hefðum þurft að vera á vaðstígvélum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.