[ Valmynd ]

ég er komin

Birt 21. október 2008

með upp í kok af gagnslitlum getgátum. Það sem ég þarf á að halda akkúrat núna er öflug og traustvekjandi upplýsingagjöf sem segir frá því sem er í gangi án allrar undirliggjandi hagsmunabaráttu stjórnmálamanna eða flokka. Ég hefði haldið að vandinn sem við er að etja, ætti að vera yfir allt hagsmunapot hafinn.

Ég er eiginlega komin með kryppu af því að vera stöðugt kreppt í hnipri , viðbúin högginu…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.