[ Valmynd ]

allt á rúi og stúi

Birt 27. október 2008

enn eina ferðina heima hjá mér.  Nú er verið að mála eldhúsið sem ekki hefur verið málað í 12 ár svo ekki er vanþörf á. En eins og alltaf þá gerði maður sér ekki fullkomna grein fyrir hvað þetta veldur miklu raski og /eða tekur langan tíma. Svo blöskrar mér hvað ég á mikið af dóti, eitthvað þarf að grisja af því. Auðvitað má ekki henda neinu nýtilegu þessa dagana svo ég set allt nothæft í endurvinnslu eins og ég hef reyndar gert lengst af. Það liggur við ég gefi líka helv. flatskjáinn sem ég keypti um árið til að losa mig við samviskubitið sem ég sit uppi með hans vegna. Mér  þykir leitt að hafa sett þjóðina á hausinn með óráðsíu minni og ef það dugir til að bæta skaðann þá  gef ég  skjáinn til góðgerðamála.

Líklega á ég líka að vera með samviskubit yfir því að standa í öðru eins hjómi og renoveringu á eldhúsinu þegar allt er á hverfanda hveli. Æ, já það er vandlifað í dag fyrir fólk með  samvisku og ábyrgðartilfinningu.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.