[ Valmynd ]

ráðleysi, ráðleysi , ráðleysi

Birt 7. nóvember 2008

hver stjórnar eiginlega á þessu landi nú um stundir? Það er ekki nóg með að upplýsingaflæði frá ráðamönnum til þjóðar sé ekkert. Ráðherrar virðast ekki vita hverjir eru að leggja okkur lið né hvers vegna aðrir eru lengi að ákveða sig hvort á að veita þessari guðsvoluðu þjóð  aðstoð. Það virðist því miður enginn vera með heildarsýn yfir ástandið og möguleg viðbrögð við því. Það myndu ekki  þykja góð vinnubrögð í meðalstórum fyrirtækjum og mér þykir enn skrýtnara að þetta eigi að ganga svona hjá heilli þjóð.  

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.