[ Valmynd ]

ég á að vera að

Birt 22. nóvember 2008

læra, já, já ég á að vera að læra flýgur stöðugt um í hausnum á mér. Ég vinn verkefni og það tekur tíma en ég get ekki notið þess að vinna verkefnin því tíminn sem fer í þau kemur í veg fyrir að ég geti lesið fyrir próf. Samt finnast mér sum verkefnin áhugaverð. Sú hugmynd að senda nemendur í próf til að fullvissa sig um að þeir læri nú örugglega eitthvað er byggð á misskilningi að mínu mati. Það má vel vera að einhverjum henti að læra þannig þ.e. lesa fyrir próf og gubba vitneskjunni svo út úr sér á prófblaðið. En þetta er löngu úreld aðferð, það gagnast engum lengur að fylla heilann á sér af einhverjum staðreyndum sem  hugsanlega þarf að standa skil á. Enda held ég að flestir gleymi því sem þeir læra fyrir próf um leið og prófinu er lokið. Ég læri mest á því að vinna að einhverju áhugaverðu verkefni og leita mér vitneskju í tengslum við það. Það er smá möguleiki á að hluti þeirrar vitneskju sitji eftir og nýtist síðar.  Ég þarf að sjá tilgang með því sem ég geri og geta tengt vitneskjuna sem  við bætist við eitthvað og byggja þannig ofan á þann grunn sem ég hef.

Mig langar ekki til að beygja mig undir það vald sem krefst þess að ég taki próf, vil fá að ákveða sjálf hvað ég læri og hvað ekki. Skil ekki hvaða undarlega hugmynd að kennslufræði liggur að baki því að halda  að fullorðið fólk læri einungis eitthvað af ótta við að falla á prófi.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  ég lasí bók if you’re happy and you know it…. rannsókn tveir hópar annar horfið á 5 mín myndband um stærðfræði hin á myndb. um fyndið og hafði með vissu þau áhrif að það kallaði fram gleði tilfinningu. Svo fengu hóparnir verkefni til að leysa 75% af gleðihópnum gat leyst verkenfið en aðeins 20% af hinum.. Monty Python er opið á youtube.

  23. nóvember 2008 kl. 14.38
 2. Ummæli eftir ek:

  já einmitt. Takk finna gleðitilfinninguna á ný og þá hef ég þetta.
  Það er örugglega nokkuð til í þessu.

  23. nóvember 2008 kl. 15.22
 3. Ummæli eftir Hrund:

  Viltu skrifa grein um þetta í blöðin? Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta!
  Þess vegna er svona gaman í vinnunni hjá mér. Ég er frjáls að þvi að ,,kenna” eins og ég vil. Árangurinn er mikill en þó ekki mælanlegur í tölum. Mér finnst eins og ég gæti lent í vandræðum út af því!

  3. desember 2008 kl. 14.48
 4. Ummæli eftir ek:

  já hver veit margt verra gæti ég gert.

  3. desember 2008 kl. 21.21