[ Valmynd ]

gráhærð kona

Birt 27. nóvember 2008

peysan1.gifí grárri lopapeysu stendur við eldhúsvaskinn og þvær hníf sem ekki má fara í uppþvottavélina. Á meðan verður henni litið í krúsina sem geymir uppþvottaburstann. Tóm krúsin vekur furðu hennar og um leið og hún hamast á hnífnum skimar hún eftir burstanum og skilur ekkert í því hvað  hefur eiginlega orðið af honum. Horfir til hliðar og aftur fyrir sig og loks niður á hendur sínar…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.