[ Valmynd ]

heilinn vinnur

Birt 4. desember 2008

fyrir mann á nóttunni. Í svefnrofanum í morgun gat ég t.d. skilgreint vel og vandlega muninn á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. En því miður um leið og ég fór á fætur og ætlaði að rifja þetta upp var allt horfið og ég hefði þurft að líta í glósurnar til að heil brú væri í  því sem ég þykist vita. Auðvitað er þetta eðlilegt, ef einhver spyrði mig á förnum vegi um þennan mun myndi ég að sjálfsögðu segjast vilja fletta því upp áður en ég svaraði. Það er gott að geta svarað spontant því hvað 4×4 er en í flóknari málum er maður ekki minna gáfumenni þó maður fletti hlutum upp. Ég þarf ekki að geyma alla vitneskju heimsins í hausnum á mér, ef ég reyndi það yrði ég fljótt óviðræðuhæf og á endanum albrjáluð.

Heyrði um daginn að ein ástæða þess að fólk væri látið taka próf væri hræðsla við að nemendur létu aðra vinna verkefni fyrir sig. Svona vantraust er sorglegt, öllum refsað af því hugsanlega er einhver svindlari í hópnum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Björg:

  Mundu hlátur ekki grátur

  Er þetta ekki bara annað hvort talar maður við marga um lítið eða við fáa um mikið?
  Svo skreytiru þetta með orðum eins og nálgun, upplýsingar , viðfangsefni, þýði, svarhlutfall osfrv. ég er strax komin í jólaskap.

  kkv.
  B.

  4. desember 2008 kl. 15.38
 2. Ummæli eftir ek:

  jú ansi góð skilgreining, tala við marga um lítið og fáa um mikið, þetta gat ég lært með því að lesa bara einu sinni, þurfti ekki að kíkja í glósurnar :)

  4. desember 2008 kl. 16.07