[ Valmynd ]

nú er ljóst

Birt 22. desember 2008

að mér tókst að krafla mig fram úr prófinu sem ég kveið sem mest fyrir. Það skrýtna er þó að þegar ég kom í prófið var fátt sem ég  kannaðist ekki við og mundi eitthvað hrafl í svo mér gekk bara vel að svara. Fannst prófið í raun skítlétt miðað við það sem ég átti von á og kláraði það á styttri tím en mér var ætlaður í það. Hins vegar hafa svörin mín ekki verið fullnægjandi, fleiri atriði en þau sem ég mundi eftir sem kennararnir vildu að kæmu fram, sama virðist eiga við í verkefnaskilum í þessum kúrsi. Það eru einhverjar fyrirfram gerðar kröfur sem mér tekst ekki að uppfylla þar líka. Ég virðist ekki skilja skriflegu leiðbeiningarnar frá kennurunum rétt. En ég er aðallega fegin að hafa tekist að hrinda þessari leiðindahindrun úr vegi mínum og stefni á að snúa mér að áhugaverðari hlutum á næstu önn.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.