[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2008

dæmigert fyrir mig

26. febrúar 2008

fór í Góða hirðinn að leita að litlu borði fyrir pabba, fékk það ekki en keypti fína kommóðu á 1500 kall fyrir sjálfa mig. Þarf aðeins að pússa hana og þá verður þetta rarítes þriggja skúffu tekk kommóða. Það besta við hana er að hún hefur engar höldur. Skúffurnar eru opnaðar með rauf sem er […]

Ummæli (0) - Óflokkað

krókusarnir mínir

21. febrúar 2008

eru lagðir af stað að kíkja á vorið. Ekki komnir sérlega langt en þó búnir að stinga sér upp úr moldinni. 

Ummæli (0) - Óflokkað

mér tókst að hnýta

13. febrúar 2008

ýmsa lausa enda í dag og vona að þeir séu frágengnir.
Pípari sem náðist loks í lætur ekki sjá sig og eftir að eldglæringar stóðu út úr hitablásaranum í gær er ekkert sem heldur á okkur hita. Þegar eldurinn braust út kallaði ég á eiginmanninn sem hljóp til og bjargaði málunum. Einhverra hluta vegna hvarflaði ekki að mér að gera […]

Ummæli (0) - Óflokkað

loksins fást fuglar til

12. febrúar 2008

að borða góðgætið sem ég stillti upp fyrir þá. Allt fullt af fuglasporum í snjónum og hamagangurinn svo mikill að kúlan hefur oltið niður af borðinu.

Ummæli (0) - Óflokkað

þvílíkur lúxus að

7. febrúar 2008

geta snúið sér á hina hliðina þegar veðrið er svona vont og frestað för í vinnuna til hádegis. Það veitir vissa tilfinningu fyrir frelsi, slaknar á  taumnun…
 Núna bíð ég eftir að yngsti sonur minn komi með bílinn svo ég komist í vinnuna.

Ummæli (0) - Óflokkað

bleikröndóttur himinn

4. febrúar 2008

með gráum skýjabólstrum vakti athygli mína þegar ég var nýkomin heim úr vinnunni. Vinstra megin við rendurnar var grænn himinfláki. Hækkandi sól er farin að segja til sín. Ég kem heim í björtu.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er nánast ekkert

3. febrúar 2008

ófrágengið dót í kössum einhversstaðar í húsinu lengur, hillur bólgna út af bókum  og ýmislegt skemmtilegt hefur komið í ljós sem ég var búin að gleyma að ég átti. Mín tillaga er sú að næst verði eldhúsið málað, það er kominn tími á og síðan tekin pása í ár. Fyrir utan venjuleg þrif sem þarf að […]

Ummæli (0) - Óflokkað