í gær gat ég
31. mars 2008
trúað því að ég væri í góðu formi. Í dag veit ég betur, því miður. Hefði betur sleppt því að hjóla í vinnuna í morgun eftir langt hlé. Gæti þá lifað lengur í guðdómlegri afneitun…
að gera mikið úr litlu
31. mars 2008
trúað því að ég væri í góðu formi. Í dag veit ég betur, því miður. Hefði betur sleppt því að hjóla í vinnuna í morgun eftir langt hlé. Gæti þá lifað lengur í guðdómlegri afneitun…
24. mars 2008
er að maður hefur tíma til að leika sér. Ég er t.d. búin að teikna upp sjálfsmyndir fólks sem teiknaði fyrir mig sjálfsmyndir í afmælinu mínu.
Það er gaman að glíma við að herma eftir ólíkum teiknistíl fólks. Myndirnar breytast aðeins í meðförum mínum en samt ekkert gríðarlega. Í einhverjum tilvikum fegra ég fólk en í öðrum […]
23. mars 2008
bakaði, fór í skírn og prufaði að setja myndband af Erninum á youtube.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=1zYW_8OYFBo]
Það virðist hafa virkað hjá mér. Hann var í pössun hjá okkur í smátíma á meðan mamman og pabbinn hlustuðu á sinfóniutónleika.
Skrifborðsmálunin er ekki alveg að gera sig hinsvegar, það er eitthvað sem truflar mig. Kemur í ljós hvernig ég bæti úr því.
19. mars 2008
hjá sérfræðingi og farið eftir þeim ráðleggingum sem gefnar eru. Hver ber þá ábyrgð ef illa fer, nytsamur sakleysinginn eða sérfræðingurinn?
ég sé farin að halda að ég eigi endilega að gera “eitthvað” um páskana. Alla vega er fólk alltaf að spyrja mig um hvað ég ætli að gera. Ég eins og asni hef ekki planað neitt og skil ekki alveg hvað fólk á við. Það virkar ekki sérlega vel að segja “ekkert” en það er samt í […]
16. mars 2008
leiðinleg bíómynd og sólrík sveitarferð einkenndi helgina sem er að líða. Ég sá flugu skríða í snjónum og heyrði í fýlum upp í klettabjargi. Hefði ég haft stól hefði ég sest niður og látið sólina verma á mér andlitið og notið útsýnisins lengur…
10. mars 2008
lengi eru góðar. Vinkonur sem leggja sig fram um að gleðja mann eru ómetanlegar. Skemmtilegt fólk, fullt af lífskrafti fyllir mann orku. Teikningar afmælisgesta upp um alla veggi og dansför í gólfi minna mann á veislu sem er liðin. Ómur af söng harmoníkkuleik og gítarspili er enn í huga mér.
8. mars 2008
tilfinningu fyrir að eitthvað skemmtilegt sé í vændum er gott ráð að skúra út úr húsinu og opna allar hurðir og glugga til að hleypa fersku lofti inn til sín. Punkturinn yfir i-ið er svo að setja blóm í vasa inni og úti. Ekki dregur úr eftirvæntingunni að eiga von á góðum gestum seinna í […]
2. mars 2008
og um leið að henda gömlu drasli sem hefur fyllt heilu hillurnar og skápana lengi. Soldið hugsa ég líka um mat til að gefa gestum. Hef þó meiri áhyggjur af því að fólki leiðist heldur en hvað það á að fá að borða…