[ Valmynd ]

Færslur maímánaðar 2008

þar sem allt gerist

23. maí 2008

það vantar reyndar mynd af dauðum flugum á þetta klipp. Við erum búin að sópa þeim öllum út. Barnið hefur jafnað sig og getur orðið hreyft fingurinn sem var stunginn að sögn móðurinnar. 
Þetta verður heimsókn sem hann mun gleyma en líklega verða minntur á oft og rækilega í upprifjunarsögum þegar fram líða stundir.

Ummæli (0) - Óflokkað

það er nú eiginlega

22. maí 2008

of mikið líf hérna í húsinu, í það minnsta skordýralíf. Hunangsfluga grýtti mig fyrir örfáum dögum og geitungur stakk Örn í vísifingurinn á meðan This is my life hljómaði úr sjónvarpinu. Fingurinn stokkbólgnaði og barnið hágrét af vanlíðan. Geitungurinn var að sniglast í kringum hortensíu sem ég er nýbúin að setja í gluggann og drengurinn […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það hljómar

20. maí 2008

ótrúlega en er engu að síður satt að býfluga kastaði í mig trékind í gærkvöldi. Ég sat í makindum mínum í sófanum en flugan var hins vegar að bardúsa hljóðlega á gluggapósti fyrir aftan mig án þess ég tæki eftir henni. Allt í einu flaug ein af þremur trékindum, sem hafa staðið lengi á gluggapóstinum í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar maður

19. maí 2008

leggur það á sig að sauma gardínur sem ekki er endilega nauðsynlegt að sauma má spyrja sig að því hvort það geti verið að maður hafi of lítið fyrir stafni? Eða er það kannski ómetanlegur lúxus að geta leyft sér að þjóna eigin duttlungum? Kannski kemur hégómi líka við sögu, maður getur ekki verið þekktur […]

Ummæli (2) - Óflokkað

að styttist í að

15. maí 2008

ég leggist í ferðalög. Frá 30. maí til 8. júní verð ég ekki til staðar nema í mýflugumynd.  Fyrir 30. maí þarf ég að hnýta marga lausa enda. Best að fara að gera lista til að tryggja að ekkert  af því sem hringsnýst í hausnum á mér gleymist.

Ummæli (0) - Óflokkað

flær hafa mikla

13. maí 2008

list á mér þessa dagana. Enda hef ég verið mikið úti við undanfarna daga. Skil samt ekki alveg hvaðan þessar flær koma í garðinn hjá mér, þær hafa ekki verið svona áberandi áður, alla vega ekki haft lyst á mér.  Garðurinn er að komast í gott horf, stétt langt komin og arfi og greinarusl komið í […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég stari á stóran ljóshring

10. maí 2008

í loftinu og og fylgist með skugga af óróa sem hangir í loftinu færast hægt fram og til baka um ljósflötinn. Það kviknar og slokknar reglulega á biluðum ljósastaur fyrir utan stofugluggann. Eina hljóðið sem ég heyri er suðið í tölvunni og  tifið í eldhúsklukkunni. Geitungurinn sem reyndi markvisst að finna útgönguleið í gær hefur ekki látið sjá sig hér í dag.
Ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég sá glitta í

6. maí 2008

sjóinn á heimleiðinni og varð hugsað til þess tíma þegar ég velti oft fyrir mér hvort mér fyndist Breiðafjörðurinn fallegri á háflóði eða fjöru. Ég komst aldrei að afgerandi niðurstöðu en við ræddum þetta oft stelpurnar í sveitinni á lítilli eyju á Breiðafirði.

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er strax

5. maí 2008

farin að sakna helgarinnar sem er nýliðin. Ekki af því hún hafi verið eitthvað sérstök heldur bara af því það er svo gott að gera lítið sem ekkert. Núna ætla ég að hjóla í vinnuna í blíðunni og sökkva mér ofan í fyrliggjandi verkefni sem mér tókst nánast alveg að gleyma um helgina.

Ummæli (0) - Óflokkað

þegar ég leit í

3. maí 2008

baksýnisspegilinn á gatnamótunum við Melabúðina einu sinni sem oftar dauðhrædd um að bílstjórinn fyrir aftan mig myndi keyra á mig, þar sem ég var hálfkomin yfir gatnamótin á grænuljósi en þurfti að stoppa af því að bíllinn fyrir framan mig vildi hleypa bíl út á götuna, sá ég að konan í jeppanum næst fyrir aftan mig […]

Ummæli (0) - Óflokkað