[ Valmynd ]

Færslur júnímánaðar 2008

í fyrradag var það

28. júní 2008

stabílitet en í gær var það nú eiginlega tilfinning fyrir einhverskonar eilífð sem ég upplifði í Glypotekinu þegar ég horfði  á styttu af flóðhesti sem var búinn til  úr kalksteini árið 3000 fyrir krist. Safnið er fullt af svo gömlum munum að núið  virkar sem ósýnilegur punktur á tímaásnum.
Óþægindin af blöðrunni sem ég er með aftan á […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það veitir vissa

25. júní 2008

tilfinningu fyrir stabíliteti að koma til Kaupmannahafnar með nokkurra ára millibili og geta gengið að sömu búðunum á sama stað, góssið sem í þeim fæst er meira segja á sama staða í hillunum ár eftir ár.
Fundi lauk fljótlega eftir hádegi í dag og ég vafraði stefnulaust um fáfarnar- og fjölfarnar götur í sól. Á kaffihúsunum er töluvert […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er nú aldeilis

22. júní 2008

meiri lifandi lukkan sem felst í því að geta farið upp í sveit og setið með börnum og gamalmennum og öllu þar á milli í blíðunni og borðað og spjallað. Eða legið á rósóttu teppi með mömmu sinni og hlaupið svo í skjól í hjólhýsi þegar smáskúr steypist yfir. Ég hef aldrei búið til grill […]

Ummæli (1) - Óflokkað

það var einhvern veginn

15. júní 2008

líkast skets í grínþætti að verða vitni að því þegar pizzusendill kom með sendingu til pylsusala í einum vinsælasta pylsuvagni borgarinnar. Það var samt lika krúttlegt af því pizzusendillinn var á inniskónum og með svuntuna og kokkahúfuna á sér, enda ekki langt að fara fyrir hann þar sem  pizzerían er á næsta horni. 
Eftir að hafa sporðrennt […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er að raða mér

11. júní 2008

saman eftir mikið útstáelsi. Sálin nær ekki að fylgja mér á þessum þeytingi og var stödd á Rauðasandi þar sem ég sat í glampandi sólskini á bekk í garði í Edinborg. Þarf að nota tímann til 23. júní til að ná sálinni til mín aftur áður en ég fer í næsta ferðalag.

Ummæli (0) - Óflokkað

rak augun í þessa

3. júní 2008

Melasól
á ferð minni um landið með fólki frá 4 löndum. Svo er það Edinborg næstu 5 daga.

Ummæli (0) - Óflokkað