[ Valmynd ]

Færslur júlímánaðar 2008

svartir bekkir

31. júlí 2008

á sólpallinum líta út sem nýir eftir að ég bar á þá fúavörn. Fyrst ég málaði  bekkina svarta, stakk blár borðfótur á heimasmíðuðu matarborði á pallinum ansi mikið í stúf og nú er ég búin að mála hann tómatrauðan. Að auki málaði ég tvo stóla sem ég á, hvíta, þarf reyndar að fara aðra yfirferð […]

Ummæli (0) - Óflokkað

lét ofurhressa

29. júlí 2008

en dónalega flugfreyju fara í taugarnar á mér á leið heim úr yndislegri heimsókn til Grenivíkur. Gestgjafarnir dekruðu við mig og veðurguðirnir  sýndu sína bestu takta. Ég hef aðeins einu sinni komið á þetta fallega svæði áður og það var fyrir ansi mörgum árum. Ef jafn langt líður á milli aftur verð ég komin á sjötugsaldur […]

Ummæli (0) - Óflokkað

habitat og saltfélagið

24. júlí 2008

og svo góði hirðirinn til að jarðtengja sig. Margt sniðugt og skemmtilegt að sjá á öllum þessum stöðum, keyptum reyndar mest í góða hirðinum en létum okkur dreyma í hinum búðunum. flott ljósmyndasýning á efri hæðinni í saltfélaginu og íslenskur stóll sem ég ætla að kaupa.

Ummæli (2) - Óflokkað

dvöl á barðaströnd

23. júlí 2008

með viðkomu í borgarfirði og flatey er liðin. ýmislegt var heldur endasleppt í ferðinni, en samt var hún vel heppnuð svona heilt yfir. það var gaman að hitta fólk í flatey sem maður hefur ekki hitt í nokkur ár, þau hafa búið í eynni í 50 ár og lifa á því sem hún og sjórinn gefur. að […]

Ummæli (0) - Óflokkað

upppskrift að

16. júlí 2008

góðum degi. Sund, hjólreiðatúr á kaffihús og sjötugsafmæli. Ég ætla að afreka þetta allt í dag svo að er eins gott að fara að klæða sig…

Ummæli (0) - Óflokkað

hamarshögg í fjarska

15. júlí 2008

hálfsmíðaður vinnuskúr í garði nágrannans og allt fullt af timbri í mínum vitnar um mikla framkvæmdagleði  einhverra annarra en mín. Bunki af húsbúnaðarblöðum á leið í endurvinnslu, skæri og afklippur á sófaborði  segir allt sem segja þarf um það sem ég hef verið að bedrífa undanfarið.

Ummæli (0) - Óflokkað

þó mér finnist

10. júlí 2008

pylsur ágætar og verði oft illa svöng, sérstaklega ef ég gleymi að borða, þá myndi ég aldrei nota þyrluna mína til að kaupa mér pulsu. Ég reyni yfirleitt að hafa það ekki sérlega áberandi  þegar ég fæ mér pulsu, mér finnst það vera mitt einkamál og ekki koma öðrum við.

Ummæli (2) - Óflokkað

sólbrennd á bringunni

8. júlí 2008

en glöð í bragði. Það er sárt að stíga berfættur á sjóðheitan sólpallinn en svalandi að spranga um í ísköldu grasinu. Hættur leynast þó víða, hundaskítur oj bara…
Eldhúsið ilmar eins og rauðmagamáltíð eftir að ég skúraði það með ediki, það á að vera gott fyrir trégólf.

Ummæli (0) - Óflokkað

það kemur fyrir

4. júlí 2008

að ég lendi á óskastund. Yfirleitt rætast helst smálegar óskir einhverra hluta vegna og ég hugsa  stundum að mikið væri nú gott ef ég hefði verið að óska mér einhvers merkilegs frekar. Tvær óskir hafa ræst núna nýlega báðar frekar smáar en samt merkilegar. Ég var varla búin að sleppa þeirri hugsun að ég sæi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

allir virðast sækja í það

3. júlí 2008

kunnuglega. Í skóbúðum tók ég eftir því í fleiri en einu tilviki og konur voru að biðja um að máta skó sem líktust þeim skóm sem þær voru í. Ég keypti mér tvær flíkur nýlega og þær eru báðar mjög líkar flíkum sem ég á. Í útlöndum finnst mér gott að heimsækja staði sem ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað