örn að vanda sig
29. september 2008
við að velja lit.
að gera mikið úr litlu
27. september 2008
algjörum þurrki, setti lauka niður í súld. Gúmmistígvél og dúnúlpa komu sér vel ásamt ryðguðu verkfæri, sem ég veit ekki hvað heitir en líkist einna helst mínihaka, var nauðsynlegt til að pota þeim ofan í grassvörðinn. Hlakka til að sjá þá koma upp úr grasinu þegar vorar.
24. september 2008
hver breytti útliti bloggsins hjá mér eiginlega?
Ég gat þó alla vega sett það til fyrra horfs….
22. september 2008
að mér finnst lífið of dýrmætt til að eyða því í vitleysu. Hvað er vitleysa og hvað ekki er samt ekki alltaf alveg ljóst fyrir mér. En það að gera leiðinlega hluti af skyldurækni einni saman getur ekki verið gáfulegt. En þarf allt að vera gáfulegt sem maður gerir? Nei varla, en skemmtilegt? Tja, alla […]
18. september 2008
mér til að hjóla í vinnuna í þessari viku vegna roks. Tek strætó í staðinn, þar er skemmtilegt mannlíf. Þoskaheftur maður benti mér í gær á að ég þyrfti að taka til í buddunni minni og gömul kona aumkaðist yfir mig þar sem ég fann ekki strætókortið mitt í öllu kvittana ruslinu og gaf mér […]
13. september 2008
yngsti sonur minn tvítugur. Hann á ansi hreint góða vini sem gerðu honum daginn eftirminnilegan, bökuðu og elduðu og fóru svo með hann í ævintýraferð seinnipart dags á mótorkrosshjóli fram eftir kvöldi og enduðu í sumarbústað. Ferðin á mótorkrosshjólinu varð ansi erfið, bilað hjól sem þurfti að teyma í nokkra tíma til að koma því að bílnum aftur. Það […]
11. september 2008
áhrif á mig að sjá bláan himinn og sól. Súld er hvimleið til langframa.
6. september 2008
dvaldi ég í skjóli þriggja kynslóða og næstu 30 ár þar á eftir voru kynslóðirnar fyrir framan mig tvær. Ég hef í hálfa öld getað stutt mig við þetta fólk og nærst á umhyggju þeirra og áhuga á mér og mínum.
Nú er ég komin næst fremst í röðina og fyrir aftan mig eru tvær kynslóðir […]
1. september 2008
aldrei ganga í húðlituðum stuttbuxum við húðlitaðar leggins og svartan jakka. Mér sýndist kona sem gekk fyrir framan mig um tíma ganga berössuð um á Hverfisgötunni í dag.
Mig langaði mest til að segja henni frá því að þannig virkaði átfittið en kunni ekki við það…