[ Valmynd ]

Færslur októbermánaðar 2008

Blár hluti innréttingar verður hvítur

28. október 2008

bara að tékka

Ummæli (0) - Óflokkað

allt á rúi og stúi

27. október 2008

enn eina ferðina heima hjá mér.  Nú er verið að mála eldhúsið sem ekki hefur verið málað í 12 ár svo ekki er vanþörf á. En eins og alltaf þá gerði maður sér ekki fullkomna grein fyrir hvað þetta veldur miklu raski og /eða tekur langan tíma. Svo blöskrar mér hvað ég á mikið af […]

Ummæli (0) - Óflokkað

ég er komin

21. október 2008

með upp í kok af gagnslitlum getgátum. Það sem ég þarf á að halda akkúrat núna er öflug og traustvekjandi upplýsingagjöf sem segir frá því sem er í gangi án allrar undirliggjandi hagsmunabaráttu stjórnmálamanna eða flokka. Ég hefði haldið að vandinn sem við er að etja, ætti að vera yfir allt hagsmunapot hafinn.
Ég er eiginlega komin […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það var helgi

17. október 2008

fyrir örstuttu síðan og önnur er að byrja. Þær verðar keimlíkar, lærdómur, lærdómur, lærdómur. Vonandi meiri skilningur þessa helgi en þá síðustu og minni frústrasjónir.
Til að drukkna ekki í sjálfsvorkun og formúludrasli verð ég að fara eitthvað út og lyfta mér upp.
Í dag var notalegt að sitja með vinkonu sinni á veitingahúsi  í erli hádegisins.  Góður matur skemmdi […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það lítur út fyrir

16. október 2008

að þeir sem stinga höfðinu í sandinn þessa dagana  sjái mestu birtuna.

Ummæli (0) - Óflokkað

Esjan er falleg

15. október 2008

í stálgrárri birtu síðdegisins. Snjór niður í miðjar hlíðar og fullt tungl  hallar undir flatt á fölgrábláum himni. Það er stilla en  köld lykt af vetri í loftinu.
Sjálf var ég annað hvort ábyrg eða óábyrg í dag, allt eftir því hvernig litið er á það. Ég keypti mér bók, lyf og flík.

Ummæli (2) - Óflokkað

eftir að hafa setið

13. október 2008

í geðvonskukast yfir leiðinda tölfræði í  tvo daga fór ég út í gærkvöldi og rakaði saman laufblöðum. Settist svo á garðstól og horfði á stjörnurnar kvikna. Mig dreymir um að kveikja eld til að orna mér við í garðinum á kvöldin.

Ummæli (0) - Óflokkað

mér finnst

9. október 2008

eins og ég sé að bíða eftir einhverju, veit ekki alveg hverju, vona bara að það sé eitthvað uppbyggilegt. Sú von minnkar þó með hverjum deginum.

Ummæli (0) - Óflokkað

enginn veit þó

7. október 2008

hvað þá verður, allir er´um slíkt að spá.
Fuglasöngur, sólarglenna og þytur í laufi einkenna þennan morgun í mínu lífi.
Svo er líklega a.m.k. einu hneykslunarefninu færra hjá  mér sem hlýtur að vera gott fyrir heilsu mína.  En það er svo sem ekki álitlegt þegar raunin reynist vera sú að verstu svartagallsrausararnir reynast aðeins hafa verið raunsæir.
Ég […]

Ummæli (0) - Óflokkað

það er eitthvað

3. október 2008

súrrealískt við útsprungna rós þakta nýföllnum snjó og heiðgræn laufblöð sem falla ofan í snjóinn.
Í landi alsnægtanna er svo ekki talað um annað en yfirvofandi vöruskort, olíuskort og fjármagnsskort.
Ég er sammála því að þetta er þarft.

Ummæli (0) - Óflokkað