[ Valmynd ]

Færslur desembermánaðar 2008

miðsyni mínum

27. desember 2008

finnst jólatréð þetta árið minna sterklega á móður sína. Það er kannski ekki skrýtið þar sem þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég hef haft hönd í bagga við jólatréskaupin.  Mér finnst það fallegt, lætur ekki mikið yfir sér, er látlaust en stendur þó keikt. Mér finnst líka vera kostur að ummál þess […]

Ummæli (0) - Óflokkað

gleðileg jól

24. desember 2008

 

Ummæli (0) - Óflokkað

nú er ljóst

22. desember 2008

að mér tókst að krafla mig fram úr prófinu sem ég kveið sem mest fyrir. Það skrýtna er þó að þegar ég kom í prófið var fátt sem ég  kannaðist ekki við og mundi eitthvað hrafl í svo mér gekk bara vel að svara. Fannst prófið í raun skítlétt miðað við það sem ég átti […]

Ummæli (0) - Óflokkað

snóhvít mjúk

20. desember 2008

en köld ábreiða hylur allt. Leiðinlegt til þess að vita að hún bráðnar á næstu dögum.

Ummæli (0) - Óflokkað

hana þar byrjar vindur

15. desember 2008

að blása og rigning að streyma niður rúðurnar. Verst ef snjórinn hverfur bara sí svona, svo ég tali nú ekki um ef aftur frýs í nótt og glerháll klaki verður yfir öllu í fyrramálið. Mér er betur við snjó en rigningu á þessum árstíma, snjórinn lýsir upp tilveruna en rigningin eykur myrkrið.

Ummæli (0) - Óflokkað

kyrrð og ró

11. desember 2008

færist yfir og myrkrið nær yfirhöndinni. Von bráðar lengist dagurinn á ný.

Ummæli (0) - Óflokkað

heilinn vinnur

4. desember 2008

fyrir mann á nóttunni. Í svefnrofanum í morgun gat ég t.d. skilgreint vel og vandlega muninn á eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. En því miður um leið og ég fór á fætur og ætlaði að rifja þetta upp var allt horfið og ég hefði þurft að líta í glósurnar til að heil brú væri í  því sem ég […]

Ummæli (2) - Óflokkað

brunasár á

2. desember 2008

löngutöng er að hverfa um leið og múslíið sem olli sárinu er að verða búið. Baka meira fljótlega…

Ummæli (0) - Óflokkað