[ Valmynd ]

ég átti að

Birt 3. janúar 2009

fara að vinna í gær en kvefpest lagði mig í bælið og hefur enn betur. Ég ætlaði að nota nýársdag til að þrífa og moka út árinu 2008 til að vera með hreint borð þegar 2009 byrjar af alvöru, ekkert varð úr því vegna þessarar pestar. Í dag ætlaði ég að fara í bæinn og sinna erindum en verð að láta það eiga sig vegna margnefndar pestar.  Þessi pest er líklega sjálfskaparvíti, varð til þegar ég hjólaði í poll á leið í afmæli elsta sonar míns 30. desember sem gerði það að verkum að ég sat þar rassblaut í nokkra tíma og hjólaði svo jafn blaut heim aftur. Ég fann ekki fyrir að mér væri kalt en þó var nokkur hrollur í mér þegar ég kom heim.  Morguninn eftir vaknaði ég með hálsbólgu sem hefur aukist og náð yfirhöndinni í lífi mínu.

Eina ráðið er líklega að gefast upp á uppbyggilegan hátt og vona að þetta gangi yfir eins og venjulega.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.