[ Valmynd ]

ég tók mig

Birt 12. janúar 2009

til og labbaði heim í lok vinnudags. Geng oft áleiðis en í dag var veðrið svo gott að ég ákvað að halda áfram að ganga þegar ég var komin niður á Torg í stað þess að taka strætó á leiðarenda. Með stuttu stoppi í apóteki tók gangan mig ekki nema 85 mínútur.  Fallegt skæni á manngerðu tjörninni við ráðhúsið tafði mig dulítið af því mig langaði svo mikið að gera tilraun til að stíga út á það. Svo fann ég mig líka knúna til að taka upp símann minn og mynda sólarlagið í Sörlaskjólinu. Ég gekk í björtu meirihluta leiðarinnar á glitrandi gangstéttum í blæja logni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.