[ Valmynd ]

gönguferð dagsins

Birt 13. janúar 2009

13109.gifí dag var næstum klukkutíma styttri en í gær. Samt tókst mér að renna á hálku og falla til jarðar sem belja á svelli og verða alhvít af snjó, ekki af fallinu þó heldur ofankomu. Hlý föt eru nauðsyn en samt líktist útiveran í dag því að ganga úti á sumardegi í snjókomu.

B gekk vel í prófinu sem hann tók í dag og A virðist vera búin að ná sér af svefnleysi helgarinnar.

Uppþvottavélin mallar og ný brauð kólna á eldhúsbekknum. Hvorugt get ég þó eignað mér S á hrósið skilið fyrir það. Ég steinsvaf í sófanum á meðan hann bardúsaði í eldhúsinu.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.