[ Valmynd ]

það er jafn áhugavert

Birt 28. janúar 2009

að hlusta á gáfað fólk sem tekst vel að koma frá sér máli sínu og það er leiðinlegt að hlusta á gáfað fólk sem muldrar og tuldrar það sem það vill koma frá sér til áheyrenda.

Seinni partinn í dag leit ég einna helst út fyrir að vera pillufíkill þar sem ég kraup niður á gangstétt fyrir framan apótek, rótaði í töskunni minni og kraflaði tvær bleikar pillur upp úr litlu glasi og stakk þeim í munninn og kyngdi um leið og ég gekk áfram í átt að strætóstoppistöð. Leit hvorki til hægri né vinstri og lét sem þetta væri hið eðlilegasta mál.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.