[ Valmynd ]

mikið er það

Birt 6. febrúar 2009

sorglegt að alþingismenn eru enn ekki búnir að fatta að málfundastemmning á alls ekki við á alþingi. Hefur svo sem aldrei verið við hæfi, en núna er alls ekki stundin til að karpa um hver á hugmyndina að hverju eða um þ.h. lítilræði. Fyrirliggja heilmörg risastór verkefni sem þarf að vinna úr og mikilvægt að sameinast um það. Þessi ræðukeppnisriflidi virka því enn innantómari en áður. Vinnið verkin ykkar af heilindum, takist á um grundvallaratriði og hættið að láta eins og þið séuð stödd í leikriti og að rullan hafi verið skrifuð upp í ykkur. Þetta er alvara lífsins hvorki meira né minna, sem þið eruð að takast á um ekki gervi málefni í málfundafélagi í framhaldsskóla.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

  1. Ummæli eftir Tína:

    Já… vá! Þetta er alveg gjörsamlega óskiljanlegt. Ég held barasta að þeir séu ekki í neinum tengslum við þjóðina. Maður er nauðbeygður til að teysta því að þetta fólk taki á þessum risarisa vanda og svo horfir maður á þá rífast og karpa um einskis nýta hluti eins og hver átti hugmyndina að einhverju! Skiptir það einhverju máli? Hverskonar vinnustaður er þetta eiginlega? Gengur þetta fyrirkomulag upp???

    6. febrúar 2009 kl. 22.59
  2. Ummæli eftir ek:

    já veistu þetta er eiginlega alveg óskiljanlegt. Einhver undarlegheit sem ráða því að fólk fer alltaf í þetta sama far þegar það er að tala. Kannski er pólitík bara svona leikrit sem þau kunna en fólkið sjálft vanhæft þegar á reynir. Það er eðlilegt að vera ósammála um það hvernig á að skipta því litla sem til er, hverjum á að hjálpa og hverjum ekki. Hvort þeir sem eiga þurfi frekar hjálp en þeir sem eru eignalausir. En riflrildi um tittlingaskít eiga ekki við.

    6. febrúar 2009 kl. 23.14