[ Valmynd ]

ég hef tekið þátt

Birt 23. febrúar 2009

í hreyfiátaki í vinnunni í næstum tvær vikur og hreyft mig að meðaltali 50 mínútur á dag u.þ.b. Ég finn að þessi hreyfing gerir mér gott og vona að mér takist að halda henni áfram þegar ytri þrýstingi sleppir. Keppninni lýkur á morgun. Ég þarf líklega að búa mér til nýja hvatningu til að nenna þessu. Spurning hvort fjallgöngur framundan dugi mér sem motivasjón.  Ákvörðun er allt sem þarf, jú og svo auðvitað að framfylgja henni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.