[ Valmynd ]

ég legg til

Birt 19. mars 2009

að á næsta þjóðhátíðardegi eða þarnæsta, mæti fyrirmenn þjóðarinnar á Höfðatorg í stað Austurvallar og standi þar fyrir táknrænni viðurkenningu þjóðarinnar á því að hún sé tilbúin til að snúa af villu síns vegar. Sú táknræna viðurkenning ætti að felast í því að turnóskapnaður sem þar trónir nú, engum til gagns verði jafnaður við jörðu. Þessi turn er eitt af mörgum sýnilegum táknum þeirrar vitleysu sem hefur verið hér í gangi. Með því að mola hann niður mélinu smærra viðurkennum við sýnilega að við höfum hagað okkur eins og fífl og þá fyrst getum við farið að byggja eitthvað nýtt á rústunum. 

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.