magnað að keyra
Birt 25. mars 2009
á auðum vegum á móts við snæviþakin skjannahvít fjöll alein í heiminum. Mér finnst bundna slitlagið eiga að vera breiðara og á fleiri stöðum á að gera ráð fyrir að hægt sé að stoppa bílinn og dást að fegurðinni utandyra eða alla vega kjur. Horfðist í augu við örn á einum stað í Grundarfirði. Þegar ég sagði öðrum litlum Erni þá sögu var hann viss um að ég hefði séð sig í flugvél. Fljúgandi Örn sem amma sá hlaut að hafa verið hann sjálfur, annað er ekki til í hans heimsmynd.
Flokkun: Óflokkað.