[ Valmynd ]

í ljósaskiptunum

Birt 16. apríl 2009

í kvöld gengum við S við sjóinn á kvöldrandi okkar.
S: mikið er þetta stór fugl sem marar þarna í hálfu kafi
E: (án þess að líta við) þá er þetta stokkönd, þær hálfkafa.
S: nei, nú fór hún alveg á kaf
E: þá er þetta æðarkolla (með miklu öryggi í röddinni og heldur hróðug yfir kunnáttu sinni)
S: heyrðu bíddu við er þetta ekki selur?
E: (lítur snöggt í átt til sjávar) já , vá þetta er selur

Gerðum stutt stans á göngu okkar til að virða selshöfuðið fyrir okkur en héldum svo áfram þunglamalegu skokki í kvöldkyrrðinni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.