[ Valmynd ]

næstu 3 daga

Birt 30. apríl 2009

Blýantakrúsá ég frí en þarf að vera mjög dugleg við að halda áfram að skrifa ritgerð um litla starfendarannsókn sem ég hef verið að gera. Það er skrýtið að þó mér finnist þetta áhugavert þá á ég svo erfitt með að einbeita mér að því að sitja yfir þessu. Vil helst bara skrifa en nenni ekki að skoða gögn og rökstyðja mál mitt eða draga ályktanir af þeim. Mest gaman að bulla eitthvað frá eigin brjósti og dæmigert að það má ekki nema að litlu leyti. Furðulegt hvað ég vil miklu fremur vera ignorant besserwisser en ályktanafælið og varkárt  gáfumenni.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

  1. Ummæli eftir Tína:

    Já, en hvað ég skil þig. Akademískt nám á þess vegna illa við mig. Má aldrei segja neitt nema einhver hafi áður sagt það og þá þarf maður að vitna í hann með tilheyrandi veseni! Úff… þoli ekki að vinna eftir þessu systemi!

    2. maí 2009 kl. 13.10
  2. Ummæli eftir ek:

    ég á alveg mjög erfitt með að beygja mig undir þetta, eða láta það verða mér eiginlegt. Upplifi þetta alltaf sem eitthvert feik til að koma til móts við ákveðin skilyrði, það er ekki áhugavert!

    2. maí 2009 kl. 15.49