[ Valmynd ]

það er stöðugt klifað á því

Birt 26. maí 2009

að það þurfi að endurreisa bankakerfið, það þurfi að endurreisa banka kerfið, það þurfi að endurreisa bankakerfið. Ég er löngu búin að ná því og segi bara:  ”vinsamlega hættið að segja mér að þess þurfi og gerið það bara”. Mín reynsla er sú að miklu öflugra er að gera en að tala um þörfina  á að gera.
Kannski ekki vitlaust að kynna fyrir þjóðinni hvernig á að endurreisa bankakerfið annars er hætt við að við fáum á tilfinninguna að þið  vitið ekki hvernig þið ætlið að gera það og séuð bara í einhverju fúski. Við megum ekki við því, það þarf styrk og fagleg vinnubrögð þar sem hagur allra er hafður í fyrirrúmi. Takk.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.