[ Valmynd ]

ég lét rigninguna

Birt 13. júní 2009

í dag koma í veg fyrir að ég plantaði sumarblómum sem ég hef verið að forrækta inni, út í beð. Það var eins og veðrið gæti ekki ákveðið sig, rigndi jafnvel í sól. Á  bílaplönum við tvo stórmarkaði heyrði ég  fuglasöng. Lóusöngurinn í Hafnarfirði var svo yfirþyrmandi að ég skimaði eftir hátölurum, grunaði að þetta væri markaðstrix, en hrafninn sá ég hreykja sér á ljósastaur í Garðabænum.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.