[ Valmynd ]

ég á þrjá vinnudaga eftir fram að sumarfríi

Birt 26. júní 2009

hef tekið einstaka frídaga fram að þessu en nú er alvöru fríið alveg að byrja. Vona ég eigi enn eftir heilar fjórar vikur, veitir ekki af góðu samhangandi fríi.  Það er ekki fyrr en maður hættir að kenna sem maður virkilega fattar hversu mikill lúxus þetta langa sumarfrí sem maður þó fékk var. Var komið niður í 8 vikur þegar ég hætti reyndar, var 12 upphaflega. Það var  ekki bara lengdin á því sem var góð, heldur líka það að fyrir það var gengið frá öllu, engin verkefni sem héngu hálfklárðuð yfir manni í fríinu. Nýtt uppphaf hófst í lok frísins.Á meðan ég kenndi fannst mér þetta bara sjálfsagt og eðlilegt, núna sé ég að þetta var algjör lúxus.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.