[ Valmynd ]

blómin mín

Birt 9. júlí 2009

svalablom.gifblómstra sem aldrei fyrr t.d. margarita sem ég keypti í Hveragerði þegar við mamma fórum þangað á blómasýningu. Hún er reyndar hvít en ekki hægt að teikna hana þannig á hvítan flöt svo ég leyfði mér að hafa hana bleika á myndinni. Ég þarf að vera dugleg að vökva þessi fáu sumarblóm sem ég er með úti svo þau lifi út sumarið. Arfinn vex líka vel og vatnsberinn er að dreifa sér um allt engin þörf á vökvun þar. Ég  þarf líklega að fara að reyna að hafa hemil á honum, sé að hann er að kæfa fagurfífla á einum stað.  Geitunga vantar alveg sýnist mér en alveg nóg er af hunangsflugum og kóngulóm.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.