[ Valmynd ]

árleg ferð fjölskyldunnar

Birt 16. júlí 2009

vestur á firði hefst á morgun. Við förum allar 5 systurnar ásamt mökum, pabba okkar og hluta afkvæma okkar. Yfirleitt eru fleiri vinir pabba með í för og mér skilst að hátt í 30 manns muni ganga lengri gönguna. Við munum í þetta skipti dvelja á Barðaströndinni og fara í tvær göngur, aðra langa yfir Sandsheiði sem liggur á milli Barðastrandar og Rauðasands og hina styttri um Vatnsfjörð á Barðaströnd. Synir mínir hafa neitað að fara með í mörg ár en sá yngsti ætlar að koma með núna mér til mikillar gleði.

Ef það er GSMsamband ætla ég að prófa að senda myndir í gegnum símann minn á síðu sem hann nær  sambandi við.

Við höfum farið víða um vestfjarðarkjálkann saman  og ferðirnar hafa alltaf heppnast vel, verið fjölbreyttar og ævintýralegar. Jökulfirðir, Snæfjallaströnd, Reykjafjörður nyrðri og Göltur svo eitthvað sé nefnt.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Tína:

    Alltaf jafn tæknivædd!

    20. júlí 2009 kl. 21.53