[ Valmynd ]

mér tókst með

Birt 24. júlí 2009

arioghallaisjonum.gifnokkrum erfiðismunum að komast yfir  Sandsheiði sem er mjög auðveld ganga fyrir flesta, gömul þjóðleið sem menn gengu yfir með töluverðar byrðar í gamla daga á milli vers og heimilis. Fyrir miðaldra, ofþunga,gigtveika konu voru þessi 15 km hins vegar ekki auðveldir.  En leiðin var falleg, við sáum heiðbláan sjó ofan í Patreksfirði á leiðinni og vatnið 18 manna bana svo eitthvað sé nefnt. Veðrið lék við okkur og pabbi las að vanda fróðleik á hinum ýmsu áningarstöðum. Þegar heim var komið stukkum við svo í sjóinn á meðan kjötið grillaðist og syntum þar í alla vega hálftíma og viti menn daginn eftir fann maður ekki fyrir göngunni í skrokknum. En ég man ennþá dísætu sultulyktina sem ilmaði í fjallshlíðinni sem við gengum fyrst upp.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.