[ Valmynd ]

að byrja á einhverju

Birt 7. september 2009

sem  ekki liggur ljóst fyrir hvernig á að vera, hvað verður um og hefur þokukennd markmið er víðáttu erfitt. Þegar kynningarfundur sem hugsanlega gæti skýrt það sem framundan er fer forgörðum fýkur í flest skjól. Draumurinn um að hætta bara við verður stöðugt fyrirferðameiri og þar sem ljóst er að starfsævin styttist í annan endann á ógnarhraða opnast ein útleiðin.  

Vandi minn er að reyna að skilgreina tilganginn með verkefninu. Ég hef ekki áhuga á að nýta stóran hluta vökutíma míns framundan til að vinna á fullu að einhverju sem endar sem kórétt uppsett  verkefni sem engu breytir. Kannski til þess eins að sanna fyrir fólki úti í bæ að ég get fyllt inn í formúlurnar sem tíðkast í þeirra heimi. Það sem öllu verra er þó að ég veit í raun ekki til hvers ég vil að vinna mín leiði. Líklega er það ekki fyrr en ég geri mér grein fyrir því, sem ég get tekið endanlega stefnu með efnistök. Til að nenna að paufast þetta þarf ég að vita til hvers ég er að því. Hvert vil ég að paufið leiði mig verður að vera fyrst spurningin sem ég leita svara við.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.