[ Valmynd ]

í tæpt ár hef ég

Birt 15. september 2009

stefnt að því að reyna að minnka umgjörðina um líf mitt. Nú er að koma að því að það markmið náist. Húsið selt og íbúð í blokk í fallegum garði nánast orðin mín eign. Ég er mikið spurð að því hvort ég muni ekki sakna hússins. Ég tel svo ekki verða, maður saknar ekki dauðra hluta, hús er bara hús, meira að segja þó maður hafi lagt natni í að gera það að sínu. Það er fólk sem gerir hús þess virði að búa í þeim.

Breytingar eru merkilegt fyrirbrigði og við hræðumst þær mismikið. Ég er viss um að þær séu hollar fyriri mann. Mér finnst ekki að allt þurfi að vera í föstum skorðum. Það er örvandi að þurfa að laga sig að nýjum hlutum af og til. Kassinn sem maður lokast inni í verður þá ekki eins þröngur og kæfandi ekki einu sinni þó fermetrafjöldinn sem maður býr í minnki. Það er léttir að taka skref og finna að maður er ekki alveg ofurseldur misvitrum ákvörðunum stjórnvalda og áhættufíkn fjármagnseigenda. Það er ekki amalegt að geta látið drauminn um að ferðast léttar í gegnum lífið verða að veruleika.  Það er ekki endilega létt að taka ákvörðunina um  að sleppa en þegar ákvörðunin hefur verið tekin er líkt og manni verði allir vegir færir.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.