[ Valmynd ]

þessa dagana

Birt 13. nóvember 2009

reikar hugurinn oft til menntaskólaáranna. Ekki síst til þeirra stunda þegar við Systa vorum að fylgja Steingrími í partý  eftir böll því Systa vildi ekki skilja Bróa eftir einan niðri í bæ. Sjálf fylgdi ég með af því  ég átti ekki pening fyrir leigubíl og ætlaði því að vera samferða þeim heim. Eða umræðna strákanna um tónlist ég skildi aldrei afhverju þeir voru alltaf að skipta um plötur í miðjum lögum og ræða fram og til baka um hver spilaði hvað og hvernig. Kassettan sem Steingrímur gaf mér einu sinni með alls konar lögum á sem ég hafði aldrei heyrt fyrr er gersemi í mínum huga sem ég geymi alltaf þrátt fyrir fögur fyrirheit um að henda sem mestu af eigum mínum. Systa og Steingrímur voru órjúfanleg eining einhvern vegin og þó svo við Systa höfum umgengist meira án Steingríms eftir að menntaskóla lauk þá fylgdi Steingrímur einhvern vegin alltaf með í huga manns. Það er í mínum huga aðdáunarvert hvað hún Systa hefur staðið við hlið bróður síns s.l. ár, eins og klettur, traust og æðrulaus. Elsku Systa mig skortir orð…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.