[ Valmynd ]

í dag sá ég

Birt 14. desember 2009

útundan mér mótorhjól  sem var stopp í vegkanti. Það er svo sem ekki í frásögufærandi nema hvað að á því sat rauðklæddur jólasveinn með hvítt skegg og skotthúfu. Ég hægði lítilega á mér til að glápa en varð svo að halda áfram  til valda ekki umferðarteppu. Þegar ég keyrði fram hjá sama stað skömmu síðar var mótothjólið horfið. 

Ég fór líka á markað í dag þar sem hægt var að kaupa t.d. silkiklúta, blúnduaxlabönd, pífukraga, pappagleraugu  og útsaumuð hálsmen. Allt var þetta fallegt á að líta en ekki alveg í mínum anda þó svo ég keypti mér lopa endurskinsmerki og jólstáss skorið út úr plasti.

Komst líka að því um helgina hvað það er ansi hressandi að syngja gamla, nærri gleymda baráttusöngva.

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.