[ Valmynd ]

það er með jólin eins

Birt 28. desember 2009

og annað þau eru þar sem maður sjálfur er, allla vega manns eigin jól. Hvar maður er, hvað maður borðar eða í hverju maður er skiptir ekki máli. Jól á nýjum stað eru eins og jól á gömlum stað. Tilfinningin sem fallegur jólasnjór vekur manni er líka sú sama á gömlum stað og nýjum. Skítug borðtuska lyktar eins á nýjum stað og gömlum og hljómurinn í englaspilinu er jafn jólalegur á nýjum stað og á gömlum. Auðvitað er maður heppinn að vera með sínu fólki um jólin og getur því verið kokhraustur og látið eins og þau komi bara si svona. Það væri kannski tilraunarinnar virði að breyta öllu sem tengist jólum, fara burt og vera einn á ferðalagi  yfir jólin til að komast að því hvort þau koma að utan eða innan. Þá fyrst gæti maður talað af reynslu…

Flokkun: Óflokkað.

Lokað fyrir ummæli.