[ Valmynd ]

Færslur febrúarmánaðar 2009

ég hef tekið þátt

23. febrúar 2009

í hreyfiátaki í vinnunni í næstum tvær vikur og hreyft mig að meðaltali 50 mínútur á dag u.þ.b. Ég finn að þessi hreyfing gerir mér gott og vona að mér takist að halda henni áfram þegar ytri þrýstingi sleppir. Keppninni lýkur á morgun. Ég þarf líklega að búa mér til nýja hvatningu til að nenna þessu. […]

Ummæli (0) - Óflokkað

eins sentimeters

13. febrúar 2009

löng blöð af haustlaukum stungu sér upp úr mold í beði innan um illgresi, plastpokatæjur og tómar áldósir. Ef ég væri 5 ára strákur hefði ég pissað í beðið til að fulkomna myndina.

Ummæli (0) - Óflokkað

mikið er það

6. febrúar 2009

sorglegt að alþingismenn eru enn ekki búnir að fatta að málfundastemmning á alls ekki við á alþingi. Hefur svo sem aldrei verið við hæfi, en núna er alls ekki stundin til að karpa um hver á hugmyndina að hverju eða um þ.h. lítilræði. Fyrirliggja heilmörg risastór verkefni sem þarf að vinna úr og mikilvægt að sameinast um […]

Ummæli (2) - Óflokkað

ætli sjálfstæðismönnum

3. febrúar 2009

fyndist jafn fráleitt að endurnýja seðlabankastjórnina ef t.d. Ólafur Ragnar Grímsson væri einn af seðlabankastjórunum?

Ummæli (0) - Óflokkað